Rafmengun er eins og nafnið bendir til – mengun.

Geislun frá rafmagni er svokölluð ójónandi geislun. Henni fylgir engin lykt, hún sést ekki og finnst ekki. Samt telja margir vísindamenn að hún geti verið neikvæð heilsufarslega séð. Mikið er deilt um áhrif hennar og takast læknar og vísindamenn á um þessi mál. Algengustu áhrif rafmengunar sem þekkjast eru rafóþol. Það er nokkurskonar ofnæmi fyrir rafgeislun. Ójarðtengd fartölva getur geislað talsvert mikið og farið að valda notanda ónotum sem lýsa sér gjarnan eins og þreyta, pirringur, kvíði og ógleði en einnig er talað um höfuðverk, húðútbrot og sviða í húð. Þar sem leikmaður á sviði geislunar á erfitt með að átta sig á hvar geislun getur verið þá er mjög erfitt að átta sig á þessu.

Einstaklingar með fjölefnaóþol fá gjarnan rafóþol samhliða en fjölefnaóþol getur kviknað m.a. eftir sterk áhrif frá myglu. Þá lendir  viðkomandi í erfiðri stöðu getur jafnvel ekki notað farsíma, þráðlausan búnað eða önnur raftæki sem geisla.

Rafmengun – hlekkir

Bókin Rafsegulsvið! Hætta eða hugarvíl? Er hér. bok_rafssv_04  eftir Valdemar Gísla Valdemarsson.
Bókin var gefin út 2004 og er hér frítt á pdf formi. Þar er fjallað um húsasótt og rafmengun frá breiðum sjónarhól.

Vefsíðan: Rafmengun.is inniheldur fróðlega lesningu um árangur af aðgerðum. Ólafur Hjörtur er raffræðingur og hefur komið að þessum málaflokk undanfarin ár með góðum árangri.

Nokkrir áhugaverðir hlekkir:

Powerwatch

Microwavenews

Bioinitiative report

Geislabjörg

Ályktun Seletun hópsins. Viðmiðunarmörk rafgeislunar verður að lækka!

Salford et al. Rannsókn á áhrifum GSM síma á taugafrumur.

Læknirinn Lennart Hardell bloggar um rafmengun.

Dr. Magda Havas rannsakar rafmengun.

Dr. Mercola er einn vinsælasti læknirinn í Bandaríkjunum. Hann hefur skrifað fjölda greina um rafmengun.

Electromagnetic health news.

Gríðarlegt magn upplýsinga um rafmengun er að finna á netinu. Með því að slá inn leitarstrengi eins og „EMF“, „Dangers from WiFi“ eða „Non Ionizing Radiation“ fæst mikið af upplýsingum.

Rafmengun
Hafa samband

Sendur okkur skilaboð

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt