Húsasótt – hvað er það?

Húsasótt

Húsasótt er vel þekkt fyrirbæri. Það lýsir sér þannig að einstaklingar finna einhver tiltekin einkenni í tilteknu húsi. Margir þeirra sem upplifað hafa húsasótt segja frá einkennum eins og streitu, kvíða, svefntruflunum, nefrennsli og þreytu sem svo hverfur þegar farið er í sumarhús eða hótel.

Flestir kannast við áhrif myglu. Mygla er gott dæmi um orsök húsasóttar. Margir upplifa veikindi eins og særindi í hálsi, hita, nefrennsli og jafnvel húðútbrot án þess að tengja við húsnæði hvort sem um vinnustað er að ræða eða heimili.

Myglan getur verið ótrúlega lúmsk og erfitt að finna hana. Fleiri dæmi er um húsasótt en þeir sem lenda illa í myglu fá gjarnan fjölefnaóþol eða Multible Chemical Sensistivity. Það er óþol fyrir allskonar efnum sem gjarnan finnast í áklæðum húsgagna, fötum og sængurverum og ekki síst í rúmum sem gerð eru úr gerviefnum en það er vaxandi athygli á þeim þætti. Ný húsgögn lykta oft sérkennilega og í þessari lykt felast oft eiturefni sem geta valdið svæsnum einkennum hjá viðkvæmu fólki en hefur engin áhrif á aðra.

Húsastótt getur valdið streitu, verkjum, heilaþoku, andlegri vanlíðan, ógleði, hita, flensueinkenni og fleiri einkennum sem erfitt getur verið að tengja.

Húsasótt getur lýst sér á margvíslegan hátt og getur tekið langan tíma að þróast. Flestir eru andvaralausir gagnvart þessum vágest.

Nefna má sem dæmi myndun myglu í rúmdýnu. Sviti með fitu og húðflögum safnast fyrir í rúmdýnum sem lofta illa. Smátt og smátt myndast mygla. Myglan gefur frá sér eitur. Rúmdýnur eru oftast úr gerviefnum og gerviefni gefa líka frá sér plastagnir sem geta haft ýmiss neikvæð áhrif svo sem hormónatruflanir.

Umhverfisstofnun hefur gefið út góðar upplýsingar um eiturefni í umhverfi okkar. Síðuna má sjá hér!

Húsasótt
Húsasótt

Kemísk efni geta truflað hormónastarfsemi okkar. Dæmi eru efnin Oktylfenól, Bisfenól A og Nonylfenól.

Oktylfenól er meðal annars í gúmmíi og þá gúmmídekkjum. Þau geta verið í litarefnum prents, textíl hverskonar og leðri og þá er fátt eitt talið.

Bisfenól A er mýkingarefni fyrir plast og finnst meðal annars í leikföngum barna eins og dúkkum en einnig í snuðum og túttum á pelum.

Húsasótt

Nonylfenól fyrirfinnst í límefnum, málningu, textílefnum, endurnýjuðum klósettpappír og víðar.

Húsasótt
Húsasótt

 

Ýmislegt er gert til að forða okkur frá þessum efnum og má nefna ýmsar vottanir sem eiga að tryggja að skaðleg efni finnist ekki í vöru. Það er mikilvægt að huga að þessum málaflokk því heilbrigði er ekki sjálfgefin lúxus. Við þurfum að vinna fyrir því að vera heilbrigð og það felur í sér pælingar og vinnu. Umhverfi okkar skiptir máli, mataræði skiptir máli og lífshættir okkar skipta verulegu máli. Hreyfing, neysla grænmetis og útivera er öllum mikilvæg. Rayonex eins og aðrir sem skoða heilsufar frá heildrænu sjónarmiði leggja mikla áherslu á afeitrunarfeli, bæði með lífsveiflutækni og mataræði.

Hafa samband

Sendur okkur skilaboð

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt